Minotaure on the Beach,   Hélène Barrier

Minotaure on the Beach, Hélène Barrier

what

       hvað

ICEVIEW er tímarit um bókmenntir og listir sem fjallar um verk rithöfunda og listamanna, sem ferðast til Íslands, í sköpunarhugleiðingum. Tímaritið er óháð og ekki gefið út í hagnaðarskyni. Það miðlar reynslu listamanna af dvöl þeirra á Íslandi með viðtölum, myndum af listaverkum auk þess að birta ritverk þeirra. Tímaritinu er ætlað að brúa það bil, sem skapast getur milli íbúa og gesta, sem dvelja tímabundið á landinu og þannig skapa vettvang fyrir listamenn til að koma list sinni á framfæri við breiðan hóp unnenda. ICEVIEW er meira en bara listatímarit fyrir listamenn, útgáfunni er beint að öllum íbúum landsins sem fá tækifæri á að eiga samtal við samfélög listamanna sem þróast hafa á landinu.

Listamennirnir, sem heimsækja landið, er fjölbreyttur hópur en þeir skilja gjarnan lítið eftir sig þegar þeir hverfa á braut. Þar af leiðandi skapast gjá  milli gesta og íbúa innan samfélaga víða um land. Listamennirnir sækja gjarnan innblástur í landslag, landfræðilega einangrun, mannlíf og erfið náttúruöfl sem á erindi við íbúa. Útgáfu ICEVIEW, tvítyngds tímarits um bókmenntir og listir á Íslandi, er ætlað að fanga reynslu gestkomandi listamanna auk þess að deila sögum þeirra og verkum með íbúum. 

 

Ritstjóri: KT Browne

Framkvæmdastjóri: Magnús Örn Stefánsson

Aðstoðarritstjóri: Emilie P. Slater, Katharina Schneider

Samstarfsaðilar: NES Listamiðstöð, Textílsetur Íslands, Þekkingarsetur. 

 

nList, sem er útgefandi ICEVIEW, eru almenn félagasamtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Með félaginu hafa aðstandendur áhuga á að kanna snertifleti lista og vísinda með gagnrýnni hugsun og þverfaglegri samvinnu. Útgáfa nList leggur áherslu á breidd tungumála og að samtvinna texta og myndform til að koma túlkun sinni á framfæri við samfélag hugsuða. Stjórn félagsins skipa Magnús Örn Stefánsson, Guðrún Benjamínsdóttir og Ellen Mjöll Ronaldsdóttir.

 

Styrktaraðilar: Útgáfa ICEVIEW hefur að hluta til fengið stuðning frá Uppbyggingasjóði Norðurlands Vestra. 

 

contact

          hafa samband

The Iceview tekur á móti innsendu efni frá rithöfundum og listamönnum allt árið um kring þar sem hvert tölublað samanstandur af verkum sem spanna myndlist, skáldverk, heimildaverk, fræðilega gagnrýni auk viðtala við listamenn.

Verk til birtingar í fyrsta tölublaði hafa nú þegar borist ritstjórn þó enn sé tækifæri á að senda inn efni til birtingar á vefútgáfu tímaritsins TI Online. Vísað er á síðuna „senda inn efni” vegna framlaga.

Fyrirspurnum um tímaritið og hugmyndum að samvinnu skal beint til netfangsins theiceview@gmail.com.