submit / senda inn efni

Kall var gert eftir verkum til fyrsta tölublaðs og var skilafrestur þann 1. nóvember 2016. Verk bárust frá fleiri en 100 listamönnum víða um heim og spanna þau myndlist, skáldverk, heimildaverk og fræðilega gagnrýni. Ritstjórn ásamt fjórum gesta ritsjórum er nú að meta verkin með markmið fyrsta tölublaðs í huga.

Verk verða einnig birt á vefútgáfunni TI Online allt árið um kring. Frekari upplýsingar er að finna á Fésbókarsíðu útgáfunnar. 


Kall eftir framlögum | 1. tölublað

Norðurland vestra er einn af átta landshlutum Íslands. Þar búa tæplega 8.000 manns. Þrátt fyrir að vera í meira en 200 km fjarlægð frá Reykjavík, er ótrúlega mikið listalíf á svæðinu. Listamenn hvaðan æfa að úr veröldinni sækja landshlutann heim á hverju ári. Margir sækja innblástur fyrir sköpun sína til kyrrðar landsins og frá öðrum listamönnum sem dvelja á listamannasetrum.  Þegar íbúar, með varanlega eða skammtíma búsetu á svæðinu, lifa í nágrenni hverjir við aðra verður til einstök menningarflétta –smár en samt líflegur suðupottur á norðurhjara landsins.

 

Við köllum eftir framlögum til 1. tölublaðs tímaritsins ICEVIEW! Við höfum áhuga á smásögum, ritgerðum, ljóðum og myndlist, verkum sem innblásin hafa verið af veru þinni á Norðurlandi vestra. Verkin geta leikið við yrkisefni sem snerta ferðalög, veðrið, listsköpun, landslag, einangrun, samélag og hvað annað sem kallar fram það sem er Ísland fyrir þér. 

Höfundar og listamenn geta lagt fram verk á breiðari grunni heldur en lýst er hér að ofan þó að megin yrkisefnið takist á við ferðalög og sköpun. Við metum mikils verk sem brjóta upp hið hefðbundna form.

SENDA INN EFNI: Sendu okkur .doc, .docx eða .jpeg skár til theiceview@gmail.com. Það er enginn hámarksfjöldi orða, kostar ekkert að senda inn efni og framlög geta verið annað hvort á íslensku eða ensku. Vinsamlegast láttu nafn og netfang auk stuttri lýsingu á starfsferli fylgja framlagi þínu. Ákvörðun um birtingu efnis verður tekin innan fjögurra vikna frá því að það er sent inn. Að þeim tíma liðnum er höfundum frjálst að spyrjast fyrir um ákvörðun ritstjórnar. 

Þó að við getum ekki greitt fyrir framlög með peningum, þá fá höfundar eintak af tímaritinu, birtingu á verkum sínum og tækifæri á að vinna með okkur að næsta tölublaði. ICEVIEW er ekki gefið út í hagnaðarskyni og er því dreift ókeypis.

LOKADAGUR FYRIR FRAMLÖG: 

1. nóvember 2016.